lanti!

Kynjaðar fjárhagsáætlanir

Mér þykir stundum erfitt að sjá Píratavinkilinn í vinnu minni sem fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík. Þá er ágætt að staldra við og fylgjast með því sem er í gangi með það markmið eitt að leiðarljósi, að finna Píratavinkil. Í dag fékk ég smá spark í rassinn þegar ég valdi að verja stefnu borgarinnar um kynjaða fjárhagsáætlun, en nú er einnig verið að skoða hvernig fjárútlát nýtast jaðarhópum. Stutta og einfalda skýringin er að kynjuð fjárhagsáætlun snúist um að svara því hvernig tiltekin fjárútlát nýtast kynjunum.

AirBnB, Hótel og staða húsnæðismála

Það er margt áhugavert sem kemur fram í Þessari grein. Meðal annars kemur fram að nýbyggingar hótela svari aðeins um þriðjungi aukinnar þarfar. Það þýðir: * Ef að ný hótel eru ekki byggð, þá erum við að beina eftirspurninni inn á íbúðamarkaðinn með tilheyrandi íbúðaskorti og verðhækkunum. * Ef að ný hótel eru byggð þá tjúllast allt því að það er óráðsía að byggja hótel, eða svo er alltaf sagt. - Ég er ekki sammála því, ég tel að við VERÐUM að byggja fleiri hótel, en ég er sammála því að þau eiga ekki að vera í miðbænum.

Ítrekun á fyrirspurn til Ritstjórnar Vísis vegna fréttar sem birtist 2. maí 2004 í Fréttablaðinu.

Sendi eftirfarandi á ritstjórn Vísis í dag. Sjá meðfylgjandi grein frá 2. maí 2004. Góðan dag. Þann 2. maí 2004 birtist í fréttablaðinu frétt um komandi geimferð sem NASA var að skipuleggja til mars. Fréttin kom skemmtilega á óvart fyrir þær sakir að skv. heimildum fréttamanns átti slík ferð að eiga sér stað í janúar 2005. Ég hafði samband í síma þann sama dag um lagði inn fyrirspurn um hvaðan slíkar upplýsingar komu.

Bolludagsgóðverk

Bolludagsgóðverk Ég hljóp uppi bíl sem að keyrði upp Njarðargötuna í morgun. Náði honum blessunarlega á horninu við Eiríksgötu og bankaði létt á gluggann. Hann renndi niður og spurði mig hvað mér væri á höndum og ég rétti honum strigaskóna sem sátu uppi á bílþakinu. Góð byrjun á bolludeginum!

Dauðir lagabókstafir

Dauðir lagabókstafir Af og til vakna dauðir lagabókstafir til lífsins og valda usla. Nú var slíkt einmitt að gerast í boði héraðsdóms austurlands, en þess má geta að sambærilegur dómur hefur ekki fallið í tugi ára þrátt fyrir að heimabrugg sé svo að segja orðið að þjóðaríþrótt íslendinga. Á síðasta kjörtímabili lagði Helgi Hrafn Gunnarsson fram tillögu um að leggja af bann við heimabruggi til einkanota sbr. tillögur sem við í Fágun lögðum fram við Allsherjarnefnd fyrir rúmu ári síðan.

Lögregla vs. Lög & Regla

Lögregla vs. Lög & Regla Hér sit ég að loknum frábærum degi á Hippahátíð Stöðvarfjarðar, eða hinum svokallaða Stöðvarfjarðar tvíæringi, eða Pólar Festival. Hef lítið skoðað fréttir og miðla en lenti í rausi á Twitter við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu út af grein sem ég rakst á þar. Hún fjallar um að löggumenn á Íslandi hafi ásælst hugbúnað frá Hacking Team hugbúnaðarfyrirtækinu. Svör löggunnar voru á þá leið, eðlilega, að hún starfi innan ramma sinna heimilda og fái alltaf dómaraúrskurð um hleranir sem eiga sér stað.

Sataníski stjórnmálamaðurinn

Sataníski stjórnmálamaðurinn Í dag birtist á Facebook skjáskot af Facebooksíðu minni þar sem í borðanum sést skýrt og greinilega í Baphomet og Péturskrossinn. Augljóslega urðu sú hugrenningatengsl til, að ég væri Satanisti. Stutta svarið við þessu er: Nei. Ég er ekki djöfladýrkandi, enda dýrka ég engin goð. – Langa svarið er: Ég er mikill aðdáandi Counter-Culture, eða svokallaðrar andstöðumenningar. Andstöðumenning er í stuttu máli hreyfing eða hugmyndafræði sem stendur gegn ríkjandi viðhorfum á hverjum tíma og ögrar þeim og hristir upp í þeim.

Nokkur orð um #freethenipple

Nokkur orð um #freethenipple Fór allt í einu að pæla, í kjölfarið á umræðu undanfarinnar viku um #freethenipple fyrirbærið. Fyrir nokkrum dögum birtist frétt á einhverjum miðlinum þar sem þeirri pælingu var hent fram að ljósmyndirnar sem birtust á einhverjum fréttamiðlinum af einhverum berum menntaskólastelpum gætu verið brot á lögum. Ég sá strax að þetta var eitthvað weird… og svo sló það mig. Þetta er einmitt það sem átakið snýst um.

Cards against humanity: Gefins til hagnaðar?

Cards against humanity: Gefins til hagnaðar? Mér finnst ótrúlega kúl að þetta stórkostlega vinsæla spil sé gefið út undir Creative Commons leyfi á vefsíðu þeirra fyrir þá sem vilja bara prenta það út og spila. Til gamans má geta að þrátt fyrir að þeir bókstaflega gefi spilið á netinu, þá hefur þetta spil aflað þeim töluverðra tekna. Frábært dæmi um það hvernig opin hugverkaréttarmódel geta farið saman með hagnaðarsjónarmiðum.

Hjáseta Pírata á þingi

Hjáseta Pírata á þingi Í fréttum er þetta helst: Þingmenn Pírata sitja hjá oftast þingmanna. Þetta er dæmigert mál sem að margir átta sig ekki á fyrr en bent er á. Þriggja manna þingflokkur getur ekki mögulega sett sig inn í allan þann fjölda þingmála sem koma fram og getur því ekki komið myndað sér upplýsta skoðun á málinu. Það væri því stórkostleg vanræksla að kjósa í blindni eða að mest óskoðuðu máli.