lanti!

Betrun borgar og hverfa

Betrun borgar og hverfa Nýverið lauk kosningu í Betri Hverfi 2015 en fyrir þá sem ekki vita eru Betri Hverfi samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu þar sem verkefnum er forgangsraðað samkvæmt óskum íbúa hverfanna. Verkefnin sem kosið er um eru valin úr innsendum tillögum borgarbúa frá haustdögum ársins á undan. Verkefnið hefur vaxið umtalsvert milli ára en í ár tóku 7,3% íbúa, sextán ára og eldri, þátt í kosningunum samanborið við 5,7% íbúa í kosningunum 2014.

Konur í öndvegi á þjóðhátíðardaginn

Konur í öndvegi á þjóðhátíðardaginn Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að hátíðarhöldin á 17. júni verði helguð því að fagna 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna og til að vekja athygli á jafnréttisbaráttu þeirra. Nefndin leggur áherslu á að styrkja dagskrána í því samhengi og hafa konur í öndvegi, bæði í forgrunni og bakgrunni. Stelpur verði fyrstar og fremstar á sem flestum stöðum. Nefndin óskar eftir samstarfsaðilum til að hjálpa sér við að gera hátíðarhöldin þetta árið eins lífleg og skemmtileg og mögulegt er með hliðsjón af áherslum nefndarinnar.

Mannhatur finnst jafnvel í mannréttindaráði

Mannhatur finnst jafnvel í mannréttindaráði Í kvöld gerðist sá hörmulegi atburður í Borgarstjórn að fulltrúar framsóknar og flugvallarvina skipuðu Gústaf Níelsson nýjan varamann í mannréttindaráði. Gústaf þessi hefur mikið tjáð sig á opinberum vettvangi um helstu hugðarefni sín, meðal annars andstöðu sína við mannréttindi samkynhneigðra og múslima. Borgarfulltrúar meirihlutans veittu þessari ákvörðun framsóknar og flugvallarvina brautargengi, enda væri það hugsanlega á mjög hæpnum forsendum að kjósa beinlínis gegn setu hans þar, en ljóst þykir á hvaða braut flokkurinn er kominn með þessari skipun.

Möglað um Moskvu

Möglað um Mosku Pírötum barst eitt sinn bréf þar sem borið var undir flokkinn að taka afstöðu gegn byggingu bænahúss múslíma í Reykjavík. Það skal tekið fram strax að Píratar munu ekki beita sér gegn byggingu bænahúss múslima, eða nokkurra annarra trúarbragða. Einu áþreifanlegu rökin sem færð voru fyrir því að moska skyldi ekki rísa í Reykjavík voru þau “[……] að þessi trúarbrögð byggjast á mjög róttækri hugmyndafræði og eru mikil öfgaöfl, einnig standast þau engan veginn jafnréttislög á Íslandi”.

Stöðvarfjarðarmóri

Stöðvarfjarðarmóri Síðastliðið laugardagskvöld, 7. maí fór fram bjórgerðarkeppni Fágunar. Keppt var í nokkrum flokkum, þar með talið í flokkum tileinkuðum sérstökum bjórstílum. Í ár voru sérflokkarnir IPA og Villibjór. Svokallaður Spontant bjór fellur undir villibjórflokkinn, þó hann geti að vísu einnig fallið undir aðra flokka við vissar kringumstæður. Villibjór vs. Spontant. Hvað er hvað? Samkvæmt skilgreiningu BJCP eru villibjórar þeir sem notast við aðra gerla en Saccharomyces, t.d. Brettanomyces eða Lactobacillus.