AirBnB, Hótel og staða húsnæðismála

Það er margt áhugavert sem kemur fram í Þessari grein. Meðal annars kemur fram að nýbyggingar hótela svari aðeins um þriðjungi aukinnar þarfar.

Það þýðir:
* Ef að ný hótel eru ekki byggð, þá erum við að beina eftirspurninni inn á íbúðamarkaðinn með tilheyrandi íbúðaskorti og verðhækkunum.
* Ef að ný hótel eru byggð þá tjúllast allt því að það er óráðsía að byggja hótel, eða svo er alltaf sagt. - Ég er ekki sammála því, ég tel að við VERÐUM að byggja fleiri hótel, en ég er sammála því að þau eiga ekki að vera í miðbænum. Það verður að dreifa úr álaginu og finna leiðir til að koma innanlandsflugi á frá Keflavík eða kannski Hvassahrauni ef af slíkum velli verður.
* Hægt væri að takmarka fjölda ferðamanna til landsins. En því fylgja gríðarlegir annmarkar og aðferðafræðin er vafasöm í besta falli.