Bolludagsgóðverk

Bolludagsgóðverk

Ég hljóp uppi bíl sem að keyrði upp Njarðargötuna í morgun. Náði honum blessunarlega á horninu við Eiríksgötu og bankaði létt á gluggann. Hann renndi niður og spurði mig hvað mér væri á höndum og ég rétti honum strigaskóna sem sátu uppi á bílþakinu.

Góð byrjun á bolludeginum!