Dauðir lagabókstafir

Dauðir lagabókstafir

Af og til vakna dauðir lagabókstafir til lífsins og valda usla. Nú var slíkt einmitt að gerast í boði héraðsdóms austurlands, en þess má geta að sambærilegur dómur hefur ekki fallið í tugi ára þrátt fyrir að heimabrugg sé svo að segja orðið að þjóðaríþrótt íslendinga. Á síðasta kjörtímabili lagði Helgi Hrafn Gunnarsson fram tillögu um að leggja af bann við heimabruggi til einkanota sbr. tillögur sem við í Fágun lögðum fram við Allsherjarnefnd fyrir rúmu ári síðan.
Skv. tillögum okkar var lagt til að Ísland myndi feta í fótsport annarra norðurlanda í því að leyfa slíkt til einkanota, en breytingartillagan er afar einföld og felur í sér einni viðskotasetningu við fjórðu grein áfengislaga (751998).