Hjáseta Pírata á þingi

Hjáseta Pírata á þingi

Í fréttum er þetta helst: Þingmenn Pírata sitja hjá oftast þingmanna.
Þetta er dæmigert mál sem að margir átta sig ekki á fyrr en bent er á. Þriggja manna þingflokkur getur ekki mögulega sett sig inn í allan þann fjölda þingmála sem koma fram og getur því ekki komið myndað sér upplýsta skoðun á málinu. Það væri því stórkostleg vanræksla að kjósa í blindni eða að mest óskoðuðu máli.
Það er enn fremur í anda grunnstefnu Pírata, en þar stendur orðrétt í fyrsta lið: 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.