Nokkur orð um #freethenipple

Nokkur orð um #freethenipple

Fór allt í einu að pæla, í kjölfarið á umræðu undanfarinnar viku um #freethenipple fyrirbærið.
Fyrir nokkrum dögum birtist frétt á einhverjum miðlinum þar sem þeirri pælingu var hent fram að ljósmyndirnar sem birtust á einhverjum fréttamiðlinum af einhverum berum menntaskólastelpum gætu verið brot á lögum.
Ég sá strax að þetta var eitthvað weird… og svo sló það mig. Þetta er einmitt það sem átakið snýst um. Fréttin var þvílíkt troll í umræðunni og í raun holdgervingur þess sem stelpurnar eru að benda á. Þarna var ýjað að því að myndir af berbrjósta menntaskólastelpum væru kannski barnaklám.
Klám. Ber brjóst kvenna eru kannski klám. Þarna liggur hundurinn grafinn. Á meðan enginn ljósmyndari myndi hika við að taka mynd af unglingsstrákum að vinna í unglingavinnunni, berir að ofan á Klambratúni, þá myndu þeir flestir líklega hugsa sig tvisvar um áður en þeir tækju mynd af stúlkum, í sömu unglingavinnu, berum að ofan að vinna garðvinnu. Líklega yrði myndin ekki tekin á þeim forsendum að það væri óviðeigandi.